Áheyrnarprufur

Áheyrnarprufur

Í haust verður sýndur söngleikurinn Áfram Latibær. Í honum eru 14 persónur og leitar Leiklistarhópur Halldóru því að leikurum á aldrinum 10 – 16 ára.

Æfingar hefjast 1. september og æft verður á Ísafirði allan september. Það verða sirka sex sýningar dagana 1., 2., 8. og 9. október. Æft verður fjórum sinnum í viku í tvær klst á dag og líka síðustu helgina fyrir sýningu.

Fyrir áhugasama er hægt að horfa á leikritið hér:

Og nálgast alla tónlistina með eða án söngs hér:

Hægt er að finna alla söngtextana hér: https://doruleiklist.com/afram-latibaer

Þeir sem vilja taka þátt eru beðnir um að senda inn myndband á doruleiklist@gmail.com

  • Í myndbandinu þarf þátttakandi að segja aðeins frá sjálfum sér (Nafn, aldur, áhugamál, tómstundir og reynsla) og afhverju hann vill taka þátt í þessu verkefni.
  • Allir þurfa að syngja lagið Áfram Latibær og lag persónunnar sem þeir hafa mestan áhuga á að leika. Ekki er verra ef lagið er leikið eða dansað.
  • Allir þurfa að segja hvaða persónu þeir vilja leika og afhverju, segja aðeins frá persónunni, hvort það eigi að breyta einhverju í hennar fari og koma með hugmyndir.
  • Þar sem margar persónurnar hafa ákveðna hæfileika þarf líka að sýna hæfileika sína í myndbandinu (Bara íþróttaálfurinn og Solla þurfa að komast í splitt) til dæmis handahlaup, dans, liðleika eða eitthvað í þeim dúr.

Persónurnar í upprunalega leikritinu verða ekki endilega af sama kyni í okkar uppfærslu svo það má endilega segja hvað þið viljið leika og hvort þið viljið leika ákveðna persónu en breyta kyninu. Auk þess verður leikritið nútímavætt og búningarnir öðruvísi. 

Í fyrsta skipti verða ekki tveir leikarar í hverju hlutverki svo kannski komast færri að en vilja. Það verður haft samband við alla sem skráðu sig þegar umsóknarfresturinn er runninn út og búið er að taka ákvörðun.

Leikhópurinn mun æfa leikritið, lögin, smíða leikmynd, finna búninga og gera allt sem tengist ferlinu í uppsetningu leiksýningar. Æft verður fjórum sinnum í viku í tvær klst á dag og líka síðustu helgina fyrir sýningu. Mjög mikilvægt er að mæta á allar æfingar og á meðan ferlinu stendur mun hópurinn standa fyrir heilsuátaki þar sem boðskapurinn í leikritinu er að allir hafi gott af því að hreyfa sig, borða hollt og taka þátt í hópefli. Við munum búa til YouTube þætti um ferlið og deila boðskapnum með öllum sem hafa áhuga.

Síðasti dagur til að skila inn myndbandi er 12. ágúst 2022