Leiklistarhópur Halldóru verður með sitt árlega sumarnámskeið fyrir börn fædd 2009 – 2018. Það verður haldið í Rögnvaldarsal Edinborgarhússins á Ísafirði
Hægt er að fylla út skráningarblað hér að neðan og ef það vakna spurningar má senda póst á: doruleiklist@gmail.com
Það má millifæra fyrir námskeiðið á
reikning: 372-13-308910
kennitala: 120694-2949
Leikja- og sviðsframkomunámskeið fyrir 4 – 7 ára (börn fædd 2015 – 2018) Í fimm daga frá kl. 9:00 – 12:00. (Hægt er að borga aukalega fyrir pössun frá kl. 8) Þar verður farið í leiki, æft leikrit, sungin lög, dansað og afraksturinn verður sýndur á föstudegi fyrir aðstandendur kl. 12:00. Það verður ein nestispása á dag.
Haldið: 4. – 8. júlí og 11. – 15. Júlí Verð 10.000 kr
Umsjónarmaður er Halldóra Jónasdóttir með B.ed. í leiklistarkennslu á grunnskólastigi og MA í Applied Theatre and Intervention. Aðrir kennarar á námskeiðinu verða reyndir fyrrum þátttakendur frá leiklistarnámskeiðum á vegum leiklistarhóps Halldóru.
Það er bæði magn- og systkinaafsláttur í boði. Hægt er að koma á fleiri en eitt námskeið því þau eru fjölbreytt og þó það sé svipað snið eru aldrei sömu lögin, dansarnir eða leikritin notuð.
Þetta er hnetulaust námskeið og það eru engin eldhúsáhöld eða tæki til að hita eða græja neinn mat.