Sumarnámskeið

Undanfarin sex sumur hefur leiklistarhópurinn staðið fyrir leiklistarnámskeiðum fyrir krakka á Vestfjörðum.

Þetta sumarið verða fjögur ólík námskeið í boði fyrir börn fædd árin 2009 – 2018. Á öllum námskeiðunum verður farið í leiki, hópefli, sjálfsstyrkingu, söng, dans og þau enda öll á ókeypis leiksýningu fyrir aðstendur allra þátttakenda.

Umsjónarmaður er Halldóra Jónasdóttir sem er með B.Ed. í Grunnskólakennslu með leiklist sem kjörsvið og MA í Applied Theatre and Intervention. Henni til aðstoðar er Soffía Rún Pálsdóttir sem hefur tekið þátt í öllum verkefnum á vegum leiklistarhópsins síðan árið 2017.

Námskeiðin sem eru í boði að þessu sinni eru:

10. júlí – 14. júlí:
Leiklistarnámskeið fyrir 7 – 9 ára
Skapandi námskeið fyrir 10 – 13 ára

17. júlí – 21. júlí
Leikja- og sviðsframskomunámskeið fyrir 5 – 7 ára
Söngleikjanámskeið fyrir 8 – 13 ára

31. júlí – 4. ágúst:
Leiklistarnámskeið fyrir 7 – 9 ára
Skapandi námskeið fyrir 10 – 13 ára


Leiklistarnámskeið fyrir 7 – 9 ára (Börn fædd 2013 – 2016)

Á þessu námskeiði verður farið í leiki og út í góðu veðri, æft frumsamið leikrit með tveimur lögum, dans og söngur. Námskeiðið hefst klukkan 9:00 og því lýkur klukkan 14:00 alla daga. Á föstudeginum verður svo sýning fyrir aðstandendur klukkan 13:00. Það verða tvær nestispásur og börn eru beðin að koma með nesti að heiman.

Þetta námskeið er í boði 10. júlí – 14. júlí og 31. júlí – 4. ágúst

Skapandi námskeið fyrir 10 – 13 ára (Börn fædd 2009 – 2013)

Á þessu námskeiði verður farið í leiki, unnið með spuna, skapandi skrif, söngtextasmíð og margt fleira. Þátttakendur semja sjálfir leikrit og fá tækifæri til að sýna atriði að eigin vali saman í minni hópum eða sem einstaklingar.
Námskeiðið hefst klukkan 14:00 og því lýkur klukkan 19:00 alla daga. Á föstudeginum verður svo sýning fyrir aðstandendur klukkan 19:00. Það verður ein nestispása og börn eru beðin að koma með nesti að heiman.

Þetta námskeið er í boði 10. júlí – 14. júlí og 31. júlí – 4. ágúst

Leikja- og sviðsframkomunámskeið fyrir 5 – 7 ára (Börn fædd 2016 – 2018)

Þetta námskeið er fyrir yngstu börnin og hefst klukkan 9:00 og lýkur klukkan 12:00. Á þessu námskeiði verður æft stutt leikrit sem við sýnum fyrir aðstandendur á föstudeginum klukkan 12:00. Það er ekki gerð krafa um að börnin séu læs né að þeim sé hjálpað heima að æfa texta eftir námskeiðið, þau læra texta bara eftir bestu getu og er þeim hjálpað við það á námskeiðinu. Það er ekki sett nein pressa á að sýna heldur börnin bara hvött til að gera sitt besta.

Hámark 15 börn geta verið á þessu námskeiði

Þetta námskeið er í boði 17. júlí – 21. júlí

Söngleikjanámskeið fyrir 8 – 13 ára (Börn fædd 2009 – 2015)

Á þessu námskeiði verða æfð dansatriði, stuttir leikþættir, upplestur, hópsöngur og einsöngur. Þátttakendur munu leika stutt atriði úr þekktum söngleikjum, fá að vera í búningum og með leikmuni. Það verður mikil hreyfing og þurfa börnin þá að mæta í þægilegum fötum, með vatnsbrúsa eða flöskur til að fylla á og í góðum skóm. Námskeiðið hefst klukkan 13:00 og lýkur klukkan 19:00 og það verða tvær nestispásur. Á föstudeginum verður leiksýning fyrir aðstandendur klukkan 19:00.

Þetta námskeið er í boði 17. júlí – 21. júlí