Vondar stelpur

Söngleikurinn Vondar stelpur er byggður á kvikmyndinni Mean Girls sem kom út árið 2004. Lögin koma héðan og þaðan, með frumsömdum textum. Halldóra Jónasdóttir skrifaði handritið, samdi textana og leikstýrir verkinu.

UPPTAKA AF LOKASÝNINGU

Æfingar voru allan janúar og 20 krakkar á aldrinum 12 – 15 ára leika á sviðinu. Svo eru þrír aðstoðarmenn á aldrinum 10 – 11 ára.

Söguþráðurinn er: Cady er unglingsstúlka sem flytur frá Afríku til Bandaríkjanna til þess að stunda í fyrsta skipti nám í alvöru skóla. Hún eignast fljótlega vini sem fá hana með sér í hefndarverkefni þar sem aðal gellurnar í skólanum bjóða henni að vera hluti af hópnum.

Söngtextarnir

Það er nýtt skólaár (Tonight belongs to you – The Prom)

Dania: Þér finnst þetta ekki gaman

en ef við gerum þetta saman

þá verður þetta alveg frábært ár

Janis: Sure.

Dania: Við getum látið okkur dreyma

um að við eigum hérna heima

Kannski fáum við þá loks  að vera með

Janis: Veistu, nei takk.

Dania: Gætum fundið okkur klíku

Verið lúðar, verið tíkur

Kannski byrja að æfa körfubolta og blak?

Janis: Fyrr dey ég

Dania: Ég veit þú vilt ekki heyra

en sjáðu hvað er meira

sýnum þeim að við getum fittað inn

Eitt er þó á hreinu

Þú breytir ekki neinu

Ef þú situr hjá og horfir á

Allt verður við það sama

Þetta leiðinlega drama

En sjáðu til, það er nýtt skólaár

Ættum við að heilsa upp á aðra

kannski við einhverja að daðra?

Janis: Oj

Damian: Vertu sæt og reyndu að setja upp sparibros

Janis: Hvað ertu að reyna að gera?

Dania: Ég er komin til að vera.

Bæði: Breytum til og gerum eitthvað nýtt

Eitt er þó á hreinu

Við breytum ekki neinu

Ef við sitjum hjá og horfum á

Allt verður við það sama

Janis: Hættum þessu drama

Báðar: En sjáðu til, það er nýtt skólaár

Janis: Nýtt skólaár

Eitt er jú á hreinu

Við breytum ekki neinu

Ef við sitjum hjá og horfum á

Allt verður við það sama

Við hættum þessu drama

Og sjáðu til, það er nýtt skólaár

Ég er æðisleg (Made you look – Meghan Trainor)

Regina: Klæðist ég í Gucci föt

Já og líka Louis Vuitton

En sama hverju klæðist ég

Er ég æðisleg

Gretchen: Pabbi á peninga

þarf aldrei að snýkja

ég fæ allt sem ég vil

já og jafnvel meira til

úúú

farðu frá ég þarf að horfa í spegil

Karen: Ég veit að ég er sæt

þess vegna ég svona læt

strákarnir vilja mig

ég valta yfir þig

úúú

en ég kemst ekki á næsta stig

Allar: Þegar löbbum við

breytist matsalurinn strax í svið

allir hérna inni snúa við

þegar stöndum við hlið við hlið

Klæðist ég Gucci föt

Eða jafnvel Louis Vuitton

En sama hverju klæðist ég

Er ég æðisleg

Já ég er svo flott í Versace kjól

Eða þegar hárið geislar eins og sól

Ef hettupeysu klæðist ég

Er ég æðisleg 

Regina: Ég á minn eigin bíl

hef flottan fatastíl

ég lék í auglýsingu og 

gerði svaka módeldíl

úúú

viltu að ég hringi fyrir þig á vælubíl?

Allar: Þegar löbbum við

breytist matsalurinn strax í svið

allir hérna inni snúa við

þegar stöndum við hlið við hlið

Klæðist ég Gucci föt

Eða jafnvel Louis Vuitton

En sama hverju klæðist ég

Er ég æðisleg

Já ég er svo flott í Versace kjól

Eða þegar hárið geislar eins og sól

Ef hettupeysu klæðist ég

Er ég æðisleg 

Ég er bara of feimin – (Hold it against me – Britney Spears)

Cady: Hey. Hvað er að?

Aldrei hefur, hjartað slegið svona hratt          

Hvað á ég, nú að gera?

Mér er að verða óglatt

Er mér heitt? Ég að svitna?

Ég roðna niður í tær

Ekki horfa, allir sjá mig

Tilfinningin er óbær

Hættir kannski hjartað mitt að slá

Ef þú snýrð þér við og horfir á

Vildi að ég kynni mig að tjá

En ég er bara of feimin

Er ég í paradís

eða er mig að dreyma er nótt?

Vildi að þú myndir snúa við

En ég er bara of feimin

Brennibókin (Tomorrow Never Dies – Sheryl Crow)

Plastíkur: Sjáðu nú til

Þetta er algjört leyndarmál

Enginn má vita um þessa bók

Við skrifum allt

Sem er sagt í skólanum

eða sögur sem við höfum búið til

Enginn öruggur er

Slúðrið í bókina fer

Í brennibókina

Í brennibókina fer

Í brennibókina er skrifað í stein

Um hana veit ekki nein

Við gerum engum mein

Ástin mín Aaron  (Kill Bill – SZA)

Ég veit að það var ég sem dömpaði honum

Ég vildi helst ekki sjá hann með öðrum konum 

Vildi frekar að ég gæti haft hann sem backup

veit það er ljótt, veit það er ljótt, veit það er ljótt

Það gæti verið að, hann sé hrifinn Cady af

Já hún er sæt, kannski ágæt

Gætu verið par? Eða hvað?

Elska ég hann enn?

Á hann hjarta mitt?

Vil ég fara með honum á fast?

Elska ég hann enn?

Hvað hefur þá breyst?

Einhver er hann að ágirnast?

Er hann kannski enn að hugsa um mig?

En hvað ef hann vill ekki vera með mér?

Ef hann hefur ekki breyst, ef hann er ennþá eins

þá er hann bara að hugsa alltaf um lærdóminn og vinina

En ég vil vera númer eitt, það hefur ekki gengið áður, mér þykir það leitt

Settu mig í forgang, settu mig í forgang

nenni ekki að horfa á hann hlaupa og sparka bolta

veit það er ljótt, veit það er ljótt, veit það er ljótt

Það gæti verið að, hann sé hrifinn Cady af

Já hún er sæt, kannski ágæt

Gætu verið par? Eða hvað?

Elska ég hann enn?

Á hann hjarta mitt?

Vil ég fara með honum á fast?

Elska ég hann enn?

Hvað hefur þá breyst?

Einhver er hann að ágirnast?

Elska ég hann enn?

Á hann hjarta mitt?

Vil ég fara með honum á fast?

Elska ég hann enn?

Hvað hefur þá breyst?

Einhver er hann að ágirnast?

Hefndin er sæt (One way or another – Blondie)

Einn dag eða annan mun ég ná mér, niður á henni, henni, henni, einhvern veginn

næ ég hefndum, hún mun tapa, já hún mun tapa, tapa, tapa, tapa

öllu viti, ef ég geri eitthvað svaka, já alveg svaka svaka svaka hræðilegt

ég mun hana drepa, ég meina, skera, ég meina, sigra, já sigra

Hún fær ekki að ráða öllu hér        Fyrir það sem hún gerði mér          Hún í burtu fer

Einn dag eða annan

þá mun ég sparka, ég meina steypa, steypa, steypa, steypa henni af stóli

svo mun ég traðka, ég meina hlæja, að henni, svo mikið

Ég ríf af, henni hárið, ég meina fötin, ég meina ég mun ekki gera það í alvöru

eða kannski, ég skal ekki, ókei, öööh

Ef hún hyrfi nú burt                          þá gæti ég verið um kjurt                þetta var bull…

Janis: Einn dag, kannski á morgun, þá mun ég eitra, allan matinn hennar.

með hori úr mér, ekki eitri, eða kannski, ég var að grínast sko djóka

En kannski, ef við finnum, gætum gefið henni lyf sem myndi láta hana kúka

kannski á sig, það væri fyndið, eða ekki… ókei er hætt

Ég hef fengið nóg af þér (Wrecking ball – Miley Cyrus) 

Gretchen: Hún segir nei, ég kaupi ei

en hvað ef mig langar í það?

Ég alltaf fyrir aftan er,

ég má ekki skipta um stað

Sumt ég ekki má

langar til að fá

Hún alltaf öllu stjórnar

Ef ég skoðun hef

henni dótið gef

hvers þarf ég að fórna

Ég hef fengið nóg af þér

Þú færð ekki að stjórna mér

Alla athyglina færðu hér

Á meðan fæ ég ekkert

Þú vilt ekki hlusta á mig

Ég vildi bara gleðja þig

Nú verður hver að hugsa um sig

Því annars fæ ég ekkert

Ég vildi ekki byrja stríð

En ég má ekki vera með

Ég átti ekki að segja neitt

En ég má ekki vera með

Ég vildi ekki byrja stríð

En ég má ekki vera með

Ég vil bara vera með

Eins og áður var (Back to Black – Amy Winehouse)

Hver heldur hún að hún sé

Er svakaleg

og ég er ekki með

Hún var ekkert án mín

Nú er hún fín

og fegurðin mín dvín

Mér er orðið sama um það

Hún er aðal

En ég kemst aftur á stað

og ég, hefði ekki átt að segja neitt

þykir það leitt

núna er allt breytt

Ég þarf að losna hana við

Hún þarf að fara burt

Þá verður kannski allt

Eins og áður

Ég þarf að losna hana við

Hún þarf að fara burt

Þá verður kannski allt

Eins og áður, eins og áður

Ég veit ekki hver ég er (Mirror song – RuPaul‘s Drag Race LIVE)

Hvað hef ég nú gert?

Þetta er ekki rétt

Ég er búin að breytast

og allt er í rúst

Ég vil byrja upp á nýtt

Engann að tala við

allir stara á mig

Finnst ég sé hérna alein

því ég hef ekki neinn

Vildi helst ég gæti horfið í burt

Allt er farið á annan veg

mig sjálfa ég ekki sé

ég veit ekki, ég veit ekki

hver ég er

Ég er alveg óþekkjanleg

Orðin svo undarleg

Ég veit ekki, ég veit ekki

hver ég lengur er

Ég vildi ekki ganga of langt

en það sem ég gerði var rangt

ég get því ekki neitað? ooó

Ég vildi að allt væri eins og það var

aftur á sama stað

ég verð að breytast

Brennibókartangó (Cell block tango – Chicago the Miramax Motion Picture)

Regina: Þið munuð tapa

og niður hrapa

og öllu glata á leiðinni

Þið eruð frekar

og gerðust sekar

að standa með nýju stelpunni 

Allar: Hver gerði þetta?

Hver gerði þetta?

Hver myndi skrifa þetta allt?

Ég engum sagði

og alveg þagði

Ég meina, þetta er ekki satt