Sumarstörf

Ert þú 14 ára eða eldri og langar að vinna á sumarnámskeiðum leiklistarhópsins?
Öll sem eru 14 ára eða eldri og hafa sótt sumarnámskeiðin áður geta sótt um vinnu hér að neðan, með því að fylla út umsóknareyðublaðið. Umsóknarfrestur er til og með 15. maí og haft verður samband við öll sem sækja um.

Vinnutíminn er frá kl. 8:30 – 15:30 og það er ein 30 mínútna pása sem greitt er fyrir.
Námskeiðin verða fjögur talsins og öll með svipuðu sniði. Það þarf að sækja um vinnu í hverri viku fyrir sig og það er skylda að geta mætt alla dagana í vikunni og vera til kl. 15:30.

Hver starfsmaður þarf að
– semja einn hópdans til að kenna krökkunum
– taka til og þrífa eftir daginn
– geta unnið sjálfstætt og með öðrum
– hafa frumkvæði og geta stjórnað leikjum
– vera góður í mannlegum samskiptum og þá sér í lagi við börn

Námskeiðin verða haldin í Edinborgarhúsinu á Ísafirði
24. – 28. júní
1. – 5. júlí
22. – 26. júlí
12. – 16. ágúst

Starfsmenn þurfa að vera klæddir í peysu eða bol merkt leiklistarhópnum. Þeir sem eiga slík föt koma með sín eigin en fatnaður verður útvegaður þeim sem ekki eiga.

Námskeiðin eru í boði fyrir börn sem eru fædd 2011 – 2018 og ekki er gerð krafa um að börn sem hafa stuðningsfulltrúa í skóla fái slíkan stuðning á námskeiðunum svo við tökum vel á móti öllum og styðjum sérstaklega við þá sem þurfa meira á því að halda. Hámark 30 krakkar geta sótt hvert námskeið og þeim verður skipt í tvo hópa eftir aldri.